

Um Aflorku
Fyrirtækið Aflorka er stofnað 9. Janúar 2003. Á fyrsta áratug fyrirtækisins voru verkefnin mjög fjölbreytt. Má þar nefna mjög fjölbreytt verkefni fyrir ferðaþjónustu í Noregi, vinna við brúnna í Mjóafirði, báta- og bílaviðgerðir og margt fleira.
Viðhald fasteigna hefur þó alltaf verið umfangsmest og á síðari áratug Aflorku hefur fyrirtækið þróast mikið út í glugga og gler skipti ásamt þökum og þakköntum.
Aflorka er staðsett í eigin húsnæði á Kársnesi í Kópavogi og er vel tækjum búinn til að takast á við öll þau verkefni sem kunna að berast okkur.